Emil Hjörvar Petersen, rithöfundur, ljóðskáld og bókmenntafræðingur

Ljósmyndari: Erlendur Jónsson

Emil Hjörvar Petersen – Ljósmyndari: Erlendur Jónsson

Emil Hjörvar Petersen fæddist árið 1984. Hann hefur lokið námi í bókmenntafræði og íslensku frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá sama skóla. Þá hefur hann einnig lokið mastersnámi í bókmennta- og menningarfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð.
Emil Hjörvar hefur ort fjölmörg ljóð og meðal annars gefið út ljóðabækurnar Gárungagap árið 2007 og Refur árið Refur_kápumynd-1-175x2712008. Ljóðabókin Refur kom nýverið út í Úkraínu hjá forlaginu Krok Publishers. Emil Hjörvar var nýverið gestur alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Lviv þar sem hann fylgdi bók sinni eftir. Nýjasta ljóðabók hans, Ætar kökuskreytingar kom út hjá Meðgönguljóðum árið 2014.

Árið 2010 sló Emil Hjörvar í gegn með skáldsögunni Höður og Baldur sem er fyrsta bókin í þríleiknum Saga eftirlifenda. Um bókina segir á vef Forlagsins :

„Höður og Baldur er fyrsta bókin í skáldsagnaþríleiknum Saga eftirlifenda. Þessi stórbrotna saga segir frá ásunum sem lifðu af Ragnarök og baráttu þeirra við að ná tökum á heiminum á ný. Atburðarásin er í senn spennandi, skopleg og ádeilukennd. Emil Hjörvar Petersen er frumkvöðull á sviði furðusagna hér á landi. Hann leggur ríka áherslu á frásagnarlistina, en Saga eftirlifenda er sannfærandi og frumleg frásögn sem sver sig í ætt við borgarfantasíur og heimsendabókmenntir.“

Önnur bókin í þríleiknum, Heljarþröm kom út árið 2012 og sú þriðja Níðhöggur árið saga-eftirlifenda-níðhöggur-175x2512014. Þríleikurinn kom út hjá útgáfu- og skáldafélaginu Nykri. Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda og hlotið góðar undirtektir lesenda. Í júní síðastliðinn flutti Emil Hjörvar fræðifyrirlestur á samnorrænu ráðstefnunni Archipelacon á Álandseyjum þar sem fjallað var um fantasíur og vísindaskáldskap. Þar kom hann einnig fram sem furðusagnahöfundur og kynnti þríleik sinn Saga eftirlifenda.
Þess má til gamans geta að heiðursgestur ráðstefnunnar er George R. R. Martin, höfundur A Song of Ice & Fire sem sjónvarpsþættirnir vinsælu, Game of Thrones eru byggðir á. Undanfarin ár hefur Emil Hjörvar flutt erindi á allmörgum ráðstefnum erlendis.

Emil Hjörvar vann einnig í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO árið 2014 að verkefninu Furður í Reykjavík þar sem boðið var upp á ritsmiðjur og fyrirlestraröð um furðusögur. Emil Hjörvar skilaði nýverið frá sér handriti að námsbók og kennsluleiðbeiningum til Námsgagnastofnunar. Bókin heitir Töfraskinna og var unnin í samstarfi við Hörpu Jónsdóttur. Í bókinni eru bókmenntir fyrir miðstig grunnskóla, með áherslu á fantasíur og vísindaskáldskap.

Hér má sjá skemmtilegt viðtal við Emil Hjörvar.

Á heimasíðu Emils Hjörvars má lesa nánar starfsferil hans og ritverk.

Pallborðsumræður: Íslenskar bókmenntir sem innblástur