Eka Kurniawan

Mynd: Dwianto Wibowo

Eka Kurniawan er einn þekktasti höfundur Indónesíu og hefur vakið heimsathygli fyrir bækur sínar, einkum bókina Fegurðin er sár (Beauty is a Wound á ensku). Bókin kom út á frummálinu 2002 og í enskri þýðingu 2015. Sagan spannar meira en hálfa öld og tekst á við blóðuga sjálfstæðisbaráttu Indónesíu. Bókin er væntanleg hjá Forlaginu í þýðingu Ólafar Pétursdóttir. Kurniawan er mikill sögumaður og sækir meðal annars í epískan sagnabrunn hins þjóðlega indónesíska skuggabrúðuleikhúss. Í alþjóðlegu samhengi hefur litríkum og goðsagnakenndum texta Kurniawans verið líkt við verk höfunda á borð við Haruki Murakami og Gabriel Garcia Márquez. Kurniawan skrifar einnig smásögur, kvikmyndahandrit, esseyjur og blogg.