Drottning argentínskra örsagna til Íslands

Ana María Shua (1951) er á meðal kunnustu rithöfunda Argentínumanna og hefur skrifað meira en 80 bókmenntaverk af ýmsum toga. Hún er margverðlaunuð og hlaut nýverið argentínsku bókmenntaverðlaunin fyrir smásögur sínar. Örfáum dögum síðar hlotnuðust henni önnur virt smásagnaverðlaun í Argentínu.

Ana Maria Shua en alta 2014-IMG_2086

Ana María Shua

Shua er hvað þekktustu fyrir örsögur sínar, svo þekkt að hún er jafnan kölluð drottning örsagnanna. Í haust kemur út á íslensku safn hundrað örsagna eftir Shua í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur en áður hafa nokkrar þeirra birst í bókmenntatímaritinu Stínu.

Örsögur eru örstuttar frásagnir í lausu máli. Þær fanga augnablikið og skilja lesandann eftir með einhverja hugsun eða tilfinningu. Hér er á ferðinni bókmenntagrein sem sífellt vinnur á og þess er skemmst að minnast að Gyrðir Elíasson gaf út fyrir síðustu jól bókina Lungnafiskarnir: smáprósar sem hlaut mikið lof lesenda og gagnrýnenda, en sú bók innihélt einmitt hundrað örsögur.

Pallborðsumræður: Listin að segja stórar sögur í fáum orðum & Ana María Shua: Örsögur í Rómönsku Ameríku