Dave Eggers, farsæll rithöfundur, útgefandi og ritstjóri

Dave Eggers fæddist árið 1970 í Bandaríkjunum. Eggers er þekktur rithöfundur og segja

Dave-Eggers-Credit-Michelle-Quint

Dave Eggers (photo by Michelle Quint)

má að hann sé á hátindi frægðar sinnar um þessar mundir.

Hann er afkastamikill í starfi sínu og hefur gefið út margs konar bækur, skrifað kvikmyndahandrit og haldið fyrirlestra víða um heim. Eggers hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín.
Hægt er að nálgast TED – fyrirlestra með honum á netinu þar sem hann fjallar meðal annars um menntamál sem eru honum hugleikin.

Fyrsta bók Eggers A Heartbreaking Work of Straggering Genius vakti mikla athygli líkt og allar þær bækur sem hann hefur gefið út á ferli sínum.
Leikstjórinn Tom Tykwer vinnur um þessar mundir að gerð bíómyndar sem byggð verður á bók Eggers A Hologram for the King frá árinu 2012. Tom Hanks mun þar fara með aðalhlutverkið ásamt fleirum þekktum leikurum.
Eggers er einnig ritstjóri forlagsins McSweeney’s og samnefnds bókmenntarits. Þá er hann meðstjórnandi 826 Valencia samtakanna sem vinna að því að leiðbeina ungu fólki um notkun ritaðs máls.

Hvað er þetta hvað? Bókin Hvað er þetta Hvað? kom út hjá Bjarti árið 2008 í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, en það var einmitt sú bók sem skaut honum upp á stjörnuhimininn. Bókin fjallar um drenginn Valentino Achak Deng sem býr í Suður-Súdan þegar ráðist er á þorpið hans og það lagt í rúst. Valentino bjó í kjölfar árásarinnar í flóttamannabúðum í Keníu í áratug áður en hann var fluttur með loftbrú til Bandaríkjanna. Erfitt var að hefja nýtt líf í Bandaríkjunum þar sem flóttamennirnir mættu fordómum og ofbeldi.
Þessi áhrifaríka saga er byggð á sannri sögu Valentino sem deildi henni með Eggers. Hún lýsir mannvonsku í heimi átaka þar sem von um betra líf og betri heim er öllu yfirsterkari.

Hér má sjá ritdóm um bókina Hvað er þetta Hvað? úr Lesbók Morgunblaðsins:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1261123/

Hér má einnig sjá ritdóm um nýjustu bók Eggers, Your Fathers, Where Are They? And the Prophets, Do They Live Forever? sem kom út árið 2014 hefur vakið mikla athygli: http://www.theguardian.com/books/2014/jul/02/your-fathers-where-are-they-prophets-live-forever-dave-eggers-review

Pallborðsumræður: Kvöldstund með Dave Eggers