Danny Wattin, sænskur rithöfundur í fjársjóðsleit

Danny Wattin fæddist árið 1973. Þessi sænski rithöfundur er talinn hafa einstakan stíl sem er auðþekkjanlegur í gegnum allar bækur hans.

Danny_Wattin-Ulrica_Zwenger

Danny Wattin (photo by Ulrica Zwenger)

Árið 2005 gaf Wattin út smásagnasafnið Stockholm Tales. Þar er að finna smásögur sem allar tengjast innbyrðis og fjalla um fáránleika nútímalífsins. Sú bók sló í gegn í Svíþjóð og var ein umtalaðasta bók ársins.
Í kjölfar Stockholm Tales gaf Wattin út bókina See You in the Desert sem fjallar um skrifstofumann sem missir geðheilsuna.
Árið 2009 skipti hann um stefnu í skrifum sínum og gaf út bókina Excuse me, but your soul just died. Sú bók er innblásin af þróun og viðskiptavæðingu æxlunartækni.

Wattin er fjölhæfur og hefur einnig skrifað kvikmyndahandrit, stundað vísindablaðamennsku og skrifað barnabækur. danny_0_hi

Nýjasta bók hans Herr Isakowit’z Treasure sem væntanleg er í íslenskri þýðingu hjá Forlaginu í september 2015 hefur vakið mikla athygli. Bókin er sannsöguleg og segir frá ferðalagi þriggja kynslóða til Póllands í leit að fjársjóði sem afinn gróf þar í jörðu áður en hann var tekinn í fangabúðir á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Sagan er ljúfsár og kómísk en með alvarlegum undirtón.

Hér má sjá tengil inn á heimasíðu Wattins þar sem finna má fróðleik um líf hans og störf : http://www.dannywattin.com/index.php

Pallborðsumræður: Heimstyrjöldin síðari í bókmenntum. Á maður og má maður?