Dagskrá Bókmenntahátíðar í smíðum

imagespÞessa dagana er vinna við dagskrá Bókmenntahátíðar í fullum gangi. Í ár verður hátíðin afar fjölbreytt og alls kyns hliðardagskrár eru í mótun, á undan, eftir og á meðan hátíðinni stendur. Dagskráin verður kynnt hér á heimasíðunni þegar hún liggur fyrir auk þess sem prentaður bæklingur mun liggja frammi á ýmsum stöðum.

Samstarfsaðilar Bókmenntahátíðar eru fjölmargir. Fyrst ber að nefna PEN International en sameiginleg dagskrá með þinginu verður spennandi og haldin bæði í Hörpu og í Norræna húsinu. Þá er einnig samvinna með Stofnun Árna Magnússonar, því þann 14. september, á afmælisdegi Sigurðar Nordals verður árlegur afmælisfyrirlestur stofnunarinnar hluti af Bókmenntahátíð. Það verður nánar kynnt síðar.

Bókmenntahátíð nýtur stuðnings fjölmargara fyrirtækja og stofnana og á undirsíðunni Samstarfsaðilar og stuðningur má sjá lista yfir þá.