Naila Zahin Ana

Rithöfundurinn heitir Ana Naila Zahin, bloggari og aktivisti, fædd árið 1995 í Bangladesh. Ana hefur verið virk í skrifum á bloggsíðum og í fjölmiðlum í heimalandi sínu. Árið 2013 tók hún virkan þátt í Shahbag mótmælunum í Bangladesh ásamt þúsundum annarra en mótmælin snéru að ákvörðun stjórnvalda um að dæma til dauða aðila sem tekið […]

Bubbi Morthens

Bubbi Morthens tónlistarmaður og ljóðskáld gaf út sína fyrstu ljóðabók, Öskraðu gat á myrkrið, árið 2016. Ljóð Bubba fjalla um eigin ótta, sem hefur fylgt honum frá bernsku, fíknina, og hliðargötur hennar, en líka um endurfæðingu, sem hefur ekki átt sér stað án þjáningar.

Atli Sigþórsson

Atli Sigþórsson er textasmiður og rappari sem kemur fram undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé. Fyrsta bókin hans Stálskip – Nokkur ævintýri, kom út árið 2014 og fékk Atli Nýræktarstyrk til útgáfu hennar. Atli gaf út bókina Perurnar í íbúðinni minni árið 2016.

Ragnar Jónasson

Ragnar Jónasson hefur skrifað níu glæpasögur, en sú nýjasta, Mistur, kemur út síðar á þessu ári. Bækur Ragnars hafa verið seldar til átján landa og náð efstu sætum á metsölulistum erlendis. Bók Ragnars, Náttblinda, var valin besta þýdda glæpasagan í Bretlandi árið 2016. Ragnar starfar sem rithöfundur og lögfræðingur í Reykjavík, og kennir jafnframt höfundarétt […]

Sigrún Pálsdóttir

Sigrún Pálsdóttir lauk doktorprófi í hugmyndasögu frá University of Oxford árið 2001 og stundaði í kjölfarið rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands. Frá árinu 2007 hefur hún verið sjálfstætt starfandi rithöfundur, ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags, frá 2008 til 2016. Meðal fyrri verka Sigrúnar eru Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar og Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. […]

Sjón

Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón) er fæddur í Reykjavík árið 1962. Hann hóf rithöfundarferil sinn ungur sem ljóðskáld og hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka og skáldsögur, skrifað leikrit og gefið út efni fyrir börn. Samhliða rithöfundarferlinum hefur Sjón tekið þátt í myndlistasýningum og tónlistarviðburðum af ýmsum toga. Verk eftir Sjón hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun […]

Eva Rún Snorradóttir

Eva Rún Snorradóttir er menntaður sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur um árabil starfað sem sjálfstætt starfandi sviðshöfundur. Hún er ein af þremur konum í Framandverkaflokknum Kviss búmm bang sem hefur starfað frá árinu 2009 og sett upp fjölda verka bæði hér heima og á sviðslistahátíðum erlendis. Megin rannsóknarefni Kviss búmm bang er „eðlileikinn“ í […]

Jónína Leósdóttir

Jónína er fædd í Reykjavík 16. maí 1954. Hún hefur skrifað æviminningabækur,  skáldsögur, barna- og unglingabækur og fjölda smásagna. Leikrit eftir Jónínu hafa verið sýnd í Sjónvarpinu og verk eftir hana verið flutt í Útvarpsleikhúsinu. Auk þess var leikrit hennar, Leyndarmál, flutt í þremur framhaldsskólum og stuttir leikþættir eftir Jónínu hafa verið sýndir vítt og breitt […]

Auður Ava Ólafsdóttir

Auður Ava Ólafsdóttir hefur skrifað fimm skáldsögur sem hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál, ljóð og leikrit fyrir Þjóðleikleihúsið, Borgarleikhúsið og Útvarpsleikhúsið. Hún er einnig textahöfundur popphljómsveitarinnar Milkywhale. Síðasta skáldsaga Auðar Övu, Ör, fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016 og var valin besta íslenska skáldsaga síðasta árs af bóksölum.

Anton Helgi Jónsson

Anton Helgi Jónsson fæddist árið 1955 í Hafnarfirði. Hann er einkum kunnur sem ljóðskáld en hefur einnig skrifað leikrit og sögur. Anton lagði stund á heimspeki og bókmenntafræði en auk þess að fást við ritstörf hefur hann m.a. starfað við auglýsingagerð og almannatengsl. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir ljóð sín og sent frá sér átta […]