Þórdís Gísladóttir, rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi

thordis gisladottir

Þórdís Gísladóttir

Þórdís Gísladóttir fæddist árið 1965. Hún er með próf í íslensku frá Háskóla Íslands og licentiat-gráðu í norrænum fræðum frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Hún er rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld sem bæði hefur samið fyrir fullorðna og börn. Þá hefur hún einnig samið námsbækur.

Leyndarmál-annarra-175x271Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Leyndarmál annarra árið 2010. Hér má sjá tilvitnun úr Víðsjá 4. nóvember 2010 þar sem fjallað er um bókina Leyndarmál annarra;

„… Líkt og titill bókarinnar gefur til kynna er leitast við að skyggnast undir yfirborðið í lífi ókunnugs fólks með ímyndunaraflið að vopni. Þórdísi ferst þetta verk vel úr hendi, hún er ekki örvæntingarfull eða vonsvikin eins og gluggagægirinn sem Purrkur Pillnikk söng um, heldur húmoristi og húmanisti í senn, skrásetjari einhvers sem er til, ekki bara í hugskoti hennar sjálfrar, heldur allt í kringum okkur. Það er notalegt að hlæja með Þórdísi í þessari bók, og kannski fáum við að njóta þess aftur ef bækurnar verða fleiri.“

Velúr-175x281Þórdís sendi frá sér sína aðra ljóðabók Velúr árið 2014. Sú vandaða ljóðabók var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár.
Ásamt starfi sínu sem rithöfundur hefur Þórdís kennt við Háskóla Íslands og Uppsala háskólann í Svíþjóð. Einnig hefur hún skrifað um bókmenntir í norska dagblaðið Klassekampen, starfað sem gagnrýnandi og gert útvarpsþætti.

Þórdís er afkastamikill þýðandi, aðallega úr sænsku, en hún þýddi meðal annars bókina Allt er ást árið 2012 eftir Kristian Lundberg og fyrir hana var hún tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna.Randalín-og-Mundi-175x268
Þórdís þýddi líka bókina Í leyfisleysi eftir Lenu Andersson sem einnig er gestur Bókmenntahátíðar í ár.

Árið 2012 sendi Þórdís frá sér barnabókina Randalín og Mundi. Fyrir hana hlaut hún bæði Fjöruverðlaunin og Bóksalaverðlaunin. Ári seinna kom framhaldið, Randalín og Mundi í Leynilundi, íslenskum börnum til mikillar gleði.
Í haust kemur út þriðja ljóðabók Þórdísar og einnig þriðja bókin um Randalín og Munda.

Pallborðsumræður: Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, eljusamur rithöfundur, sagnfræðingur og skáld

Þórunn Erla Valdimarsdóttir

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir fæddist árið 1954. Hún er sagnfræðingur að mennt. Þórunn er athafnasamur rithöfundur og eftir hana liggja yfir tuttugu bækur. Í safni hennar er að finna skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur og sagnfræðirit. Þá hefur Þórunn einnig skrifað þætti fyrir útvarp og sjónvarp.

Fyrsta skáldsaga Þórunnar, Júlía kom út hjá Forlaginu árið 1992. Barnævisöguna Sól í Norðurmýri sem kom út árið 1993 og nóvelluna Dag kvennanna frá árinu 2010 skrifaði hún með Megasi.

Árið 1997 sendi Þórunn frá sér sögulegu skáldsöguna Alveg nóg. urlSú bók var tilnefnd til Menningarverðlauna DV sama ár. Næsta bók Þórunnar var skáldsagan Stúlka með fingur sem gefin var út af Forlaginu árið 1999. Bókin hlaut Menningarverðlaun DV árið 1999 og var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

5230-4001-175x258Skáldsögur Þórunnar, Kalt er annars blóð frá árinu 2007 og Mörg eru ljónsins eyru frá 2010 eru glæpasögur sem gerast í samtímanum. Bækurnar eru báðar byggðar á Íslendingasögum. Kalt er annars blóð er byggð á Njálu og Mörg eru ljónsins eyru er byggð á Laxdælu. Báðar bækurnar voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta.

Þórunn hefur einnig hlotið tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka fyrir bækur sínar Snorri á Húsafelli: Saga frá 18. öld sem kom út árið 1989, Til móts við nútímann (4. bindi Kristni á Íslandi) frá árinu 2000 og fyrir bókina Upp á sigurhæðir: Saga Matthíasar Jochumssonar frá árinu 2006.

Stulkamedmaga_kilja-175x278Árið 2013 sendi Þórunn frá sér bókina Stúlka með maga sem er skáldættarsaga byggð á pappírum úr járnskáp. Bókin fékk góðar viðtökur frá lesendum og vann einnig til Fjöruverðlaunanna sama ár og hún kom út.

Þess má til gamans geta að Þórunn er einnig myndlistakona en á heimasíðu hennar má sjá fallegar línuteikningar sem hún býr til. Þar segir að Þórunn sé að teikna fyrir barnabók sem að hún vinnur að.
Hér má sjá tengil inn á heimasíðu Þórunnar þar sem finna má nánari upplýsingar um verk hennar og starfsferil:
www.thorvald.is

Pallborðsumræður: Konur, ástin og frásagnarháttur í bókmenntum

Vilborg Dagbjartsdóttir, barnabókahöfundur og ljóðskáld

Vilborg_Dagbjartsdottir svhv

Vilborg Dagbjartsdóttir

Vilborg Dagbjartsdóttir fæddist árið 1930. Hún lærði leiklist og lauk einnig kennaraprófi og námi í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands. Ásamt starfi sínu sem rithöfundur starfaði hún sem kennari við Austurbæjarskóla um árabil. Vilborg hefur gefið út fjölmargar barnabækur, bæði sagnabækur og námsefni.

Hún er einnig ljóðskáld og hefur sent frá sér ljóðabækur. 
Fyrsta ljóðabók Vilborgar, Laufið á trjánum kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Hún birti einnig ljóð í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóða og greina í Siddegi-175x286tímaritum og safnritum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safn- og tímaritum og verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál.
 Meðal annarra ljóðabóka eftir Vilborgu eru Dvergliljur sem kom út árið 1968, Kyndilmessa frá 1971 og Klukkan í turninum frá 1992. Árið 2010 sendi  Vilborg frá sér ljóðabókina Síðdegi sem er hennar níunda ljóðabók. Ljóðabókin var bæði tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningarverðlauna DV í bókmenntum.

Fyrsta barnabókin sem að Vilborg sendi frá sér er bókin Anni Nalli og Tunglið frá árinu 1959. Hér má sjá brot út þessari skemmtilegu bók:
„Svo setti hún grautarpottinn út í glugga og kallaði: Gjörðu svo vel tungl. Þú mátt eiga grautinn hans Alla Nalla. Þá var tunglið bara örlítil rönd á himninum og það hefur verið sársvangt, því það flýtti sér að teygja sig niður og át allan grautinn úr pottinum með stærstu ausunni, sem til var í húsinu.“

Bókin Alli Nalli og tunglið er löngu orðin sígild og vel þekkt meðal íslenskra barna.
Þess má til gamans geta að fjölmargar barnaleiksýningar hafa verið settar upp sem byggðar eru á sívinsælu sögum Vilborgar. Bókin Sögur af Alla Nalla kom út árið 1965. Þá hefur Vilborg einnig sent frá sér barnabækurnar Sagan af Labba Pabbakút árið 1971, Langsum og þversum árið 1979, Tvær sögur um tunglið árið 1981, Sögusteinn árið 1983, Bogga á Hjalla árið 1984, og bókina Fugl og fiskur árið 2006.
Vilborg ritstýrði Óskastundinni, barnablaði Þjóðviljans frá 1956 – 1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975 – 1979. Þá hefur Vilborg einnig starfað við þýðingar og þýtt fjölda bóka.

Vilborg var einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti fyrir miðju hreyfingarinnar 1970. Hún sat einnig í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. 
Þá var Vilborg í stjórn kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós frá 1968 – 1970.

Vilborg hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín sem rithöfundur og ljóðskáld. Árið 2000 hlaut hún Heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Tvær bækur hafa verið gefnar út um ævi Vilborgar, bókin Mynd af konu: Vilborg Dagbjartsdóttir sem skrásett er af Kristínu Marju Baldursdóttur árið 2000 og bókin Úr þagnarhyl sem skrásett er af Þorleifi Haukssyni árið 2012.

Pallborðsumræður: Vilborg Dagbjartsdóttir í samtali við Kristínu Ómarsdóttur

Yrsa Sigurðardóttir, vinsæll glæpasagnahöfundur

Yrsa Sigurðardóttir

Yrsa Sigurðardóttir

Yrsa Sigurðardóttir fæddist árið 1963. Hún hefur lokið mastersnámi í byggingarverkfræði frá Concordia University í Montreal og starfar sem byggingarverkfræðingur samhliða ritstörfum sínum.
Segja má að rithöfundaferill Yrsu sé tvískiptur. Í fyrstu skrifaði hún barna- og unglingabækur en í seinni tíð hefur hún snúið sér að glæpasagnaritun. Sögurnar hennar hafa vægast sagt hlotið góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda en nánast hver einasta bók sem hún gefur frá sér verður að metsölubók.
Fyrsta barnabók Yrsu, Þar lágu Danir í því kom út árið 1998. Önnur bók hennar Við viljum jólin í júlí kom út árið 1999 hjá Máli og menningu. Bókin hlaut viðurkenningu Barnabókaráðs Íslands. Þriðja bók Yrsu, Barnapíubófinn, búkolla og bókarránið kom út árið 2000 og unglingabókin B10 kom út árið 2001. Fimmta bók hennar Biobörn kom út árið 2003. Sú bók hlaut Íslensku Barnabókaverðlaunin.

Brakið-frontur-175x258Fyrsta skáldsaga Yrsu fyrir fullorðna er glæpasagan Þriðja táknið sem gefin var út hjá Veröld árið 2005. Í bókinni fæst lögfræðingurinn Þóra Guðmundsdóttir við dularfullt sakamál. Ári síðar, 2006 sendi Yrsa frá sér bókina Sér grefur gröf en þar er Þóra einnig aðalpersónan. Yrsa hefur gefið út fleiri vinsælar glæpasögur þar sem Þóra leysir sakamál, bókin Aska kom út árið 2007, Auðnin árið 2008, Horfðu á mig árið 2009 og Brakið árið 2011. Í þremur bókum Yrsu er Þóra ekki aðalpersóna, Ég man þig frá árinu 2010, Kuldi frá 2012 og Lygi frá 2013.

Brakið var valin besta norræna glæpasagan sem kom út í Bretlandi á síðasta ári. Yrsa tók við verðlaunum fyrir bókina á glæpasagnahátíðinni CrimeFest í Bristol fyrr á þessu ári.

Útgáfuréttur bóka Yrsu hefur verið seldur til fjölmargra landa og hafa bækur hennar DNA-175x254komið út í þýðingum víða um heim. Nýjasta bók Yrsu DNA kom út árið 2014 og hlaut mikið lof lesenda. Fyrir bókina hlaut Yrsa Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags. Það var í annað skiptið sem Yrsa hlýtur þau verðlaun en áður vann hún árið 2011 fyrir bókina Ég man þig. Bókin DNA er tilnefnd af Íslands hálfu til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna.

Hér fjallar Úlfhildur Dagsdóttir um verk Yrsu.

Pallborðsumræður: Glæpasögur á síðkvöldi

PUBLISHERS’ FELLOWSHIP – BASSAM CHEBARO (LEBANON)

bassam_chebaro• Tell us a little bit about your company and your work there! Are you publishing any Icelandic authors? How were they recieved in your country?

Arab Scientific Publishers were the first to acquire Arabic rights, translator and publish in Arabic. The Icelandic titles were received acceptably and Iceland is rapidly known in the Arab world. Iceland was the guest of honor at Abu Dhabi Book Fair 2015.

• Have you been to Iceland before? What do you expect from your visit this year to the Literary Festival?

I visited most of Europe besides Iceland, Portugal, Norway and Croatia. I expect similar traditions to Finland and very attractive virgin scenery.

• How do you see the situation of translated literature in your country?

Literature in translation is increasing year after year. The world is getting smaller.

• Do you have any favourite Icelandic author?

Arnaldur Indriðason.

PUBLISHERS’ FELLOWSHIP – HENRIK LINDVALL (SWEDEN)

henrik_lindvall• Tell us a little bit about your company and your work there!

I work as an senior editor at Norstedts. Norstedts is the oldest publishing house in Sweden it was founded in 1823.

• Are you publishing any Icelandic authors? How is their reception in your country?

We are very proud to be the publisher for Arnaldur Indriðason in Sweden. He is one of the biggest translated crime authors over here.

• Have you been to Iceland before? What do you expect from your visit this year to the Literary Festival?

I have never been to Iceland before. But I have always dreamed of going there one day. I expect a lot from the Literary Festival. Meeting colleagues from all over the world and to learn more about Iceland and Icelandic literature in general.

• How do you see the situation of translated literature in your country?

The situation is tough. With lots of focus on the Swedish author in media and from the publishers.

• Do you have any favourite Icelandic author?

Of course. Arnaldur Indriðason.

PUBLISHERS’ FELLOWSHIP – JONAS AXELSSON (SWEDEN)

jonas_axelsson• Tell us a little bit about your company and your work there!

I run a literary agency in Stockholm called Partners in Stories, founded 2013. I used to be a publishing director at the major publishing house in Sweden, Albert Bonniers Förlag, but after twenty years as an editor and a publisher I decided to create a new adventure for myself and some authors. Around 35 authors belong to the agency at the moment.

• Do you represent Icelandic authors or authors who have been published in Icelandic? How do you see their reception in Iceland and in other countries?

I don’t represent Icelandic authors yet, mainly because I almost just started and been busy taking care of Swedish authors. Some of our authors are published in Icelandic, like Fredrik Backman, Lena Andersson and Fredrik T Olsson. Backman is a major hit in Iceland and in several other territories, Lena Andersson’s readership is growing in the whole world and Fredrik T Olsson’s debut was a sensation and sold to over 25 languages.

• Have you been to Iceland before? What do you expect from your visit this year to the Literary Festival?

First time to Iceland for me and I’m very excited. I’ve heard so many good things about the Festival and I’m really looking forward to it. Last year I was invited to Louisana in Denmark and the organizers there hailed the Reykjavik Festival and said they were more than inspired by your model of Literary Festival.

• How do you see the situation of translated literature in your country?

The situation for translated literature in Sweden is in general very tough. Domestic books by Swedes dominates the space and the charts. Just a few worldwide bestsellers make its way and finds a good amount of readers. But I think this is a status that will change, the genre literature from Sweden will lose some market shares and translated fiction will challenge and grow in attention and sales, thanks to the interest in great storytelling from the whole world.

• Do you have any favourite Icelandic author?

Halldór Laxness, of course. And I would like to add Einar Már Guðmundsson, who I line-edited in translation 25 years ago and has continued to read after that.

PUBLISHERS’ FELLOWSHIP – MIA BULL-GUNDERSEN (NORWAY)

mia-bull-gundersen• Tell us a little bit about your company and your work there!

I work at Aschehoug Publisher, which is one of the largest and oldest publishing houses in Norway. It was established in 1872, and is a family-owned company, owned by the Nygaard-family. We are stationed in the heart of Oslo.

We publish approximately 200 titles per year; that is Norwegian and translated fiction, Norwegian and translated non-fiction and Norwegian and translated books for children. We are the publisher of Norwegian authors like Jo Nesbø, Merethe Lindstrøm, Jan Kjærstad, Carl Frode Tiller  and Jostein Gaarder. We are also have a big department for school books, and Aschehoug has several imprints, among them Universitetsforlaget and Oktober Publisher.

I work as an editor for Norwegian fiction (also crime novels) and poetry. I have been in Aschehoug since 1993: I started as Rights Manager and I was Jostein Gaarder’s agent for 6 years when his novel SOPHIE’S WORLD was travelling all around the world. (It still is, actually.) I am the editor of authors like Jan Kjærstad, Unni Lindell, Thure Erik Lund, Gabi Gleichmann, Karsten Alnæs, Jostein Gaarder, Erling Kittelsen, Kurt Aust and many more.

• Have you been to Iceland before? What do you expect from your visit this year to the Literary Festival?

I have never been to Iceland before. I look forward to get a chance to visit the country, see all the beautiful spots and to do so in company of colleagues from other countries and with our Islandic hosts as inspiring guides! And it will be fantastic to have a chance to meet Icelandic and other foreign authors and to take part in the great program of the festival.

• How do you see the situation of translated literature in your country?

The situation for translated literature in Norway is quite hard, as I guess it is in many countries, because we are a small market and the translation costs are high and the prints are low. But we consider translated literature as a very important part of our list and we publish approximately 30 translated novels per year. We publish authors like Paul Auster, Siri Hustvedt, Pierre Lemaitre, Sara Stridsberg, Philip Roth, Salman Rushdie and Margaret Atwood. We will also publish the „new“ novel by Harper Lee in August.

PUBLISHERS’ FELLOWSHIP – SUSANNE GRETTER (GERMANY)

Susanne-Gretter_Ebba-D-Drolshagen

Susanne Gretter (photo by Ebba D. Drolshagen)

• Tell us a little bit about your company and your work there!

I work at Suhrkamp Verlag, founded in 1950 by Peter Suhrkamp and directed for more than forty years by Siegfried Unseld. The independent publishing company now includes Insel Verlag (founded in Leipzig in 1899), the Jüdischer Verlag (Jewish Literature, founded in Berlin 1902), as well as the Deutscher Klassiker Verlag (German Classics), established in 1981, and the newly founded Verlag der Weltreligionen (World Religions, established in 2006). Suhrkamp focuses on both contemporary literature and the humanities. Its distinguished list of authors includes leading writers from Germany, Switzerland and Austria, besides major international authors of both fiction and non-fiction, including several Nobel Prize Winners.

I work as a senior editor for German (Robert Menasse, Anna Katharina Hahn etc.) and international literature, i.e. English, American (Rose Tremain, Louise Erdrich, Lisa Zeidner, Gideon Lewis-Kraus etc.), Scandinavian (Marie Hermanson, Anne Swärd, Erling Jepsen, Lars Mytting, Markus Nummi, Miina Supinen etc.) and Icelandic Literature (recently: Auður Ava Ólafsdottir, Solveig Jónsdóttir, Björg Magnúsdóttir).

• Who are the Icelandic authors that you publish. How were they received in your country?

We are very proud to publish Auður Ava Ólafsdottir, Sólveig Jónsdóttir, and we recently acquired the first two books by Björg Magnúsdóttir, which we plan to publish at Insel Verlag in 2016 (Nicht ganz mein Typ. – Ganz mein Typ).

• Do you have any favourite Icelandic author?

Of course. Auður Ava Ólafsdóttir. And Solveig Jónsdóttir. And Björg Magnúsdóttir. And beside these wonderful ladies: Sjón. And Halldór Laxness, of course, „father of all icelandic authors“. However I’m sure there will be more names on the list after my stay in Iceland.

• Have you been to Iceland before? What do you expect from your visit this year to the Literary Festival?

I have never been to Iceland before and I am really looking forward to visiting the country and to attending the famous festival in Reykjavík. I will travel in company (with my family) and do a little tour around the island before the festival starts to experience the landscape of Iceland and to get an idea of what my wonderful authors are writing about. I am also very excited to meet my authors (and their wonderful publishers). And of course, the international authors – and to communicate with colleagues from other countries.

• How do you see the situation of translated literature in your country?

We consider translated literature as a very important part of our list and we translate about  320 titles per year at Suhrkamp and Insel Verlag (both fiction and non-fiction). Among these are bestsellers like Isabel Allende, Gerbrand Bakker, Louis Begley, Lily Brett, Jaume Cabré, Teju Cole, Rose Tremain, Mario Vargas Llosa, Don Winslow.

We are not so much involved in the worldwide bestseller business with its commercial mass market titles. Suhrkamp is a synonym for literary quality whereas Insel slightly opens the door for more commercial entertainment and genre literature. But the interest in storytellers from the whole world is growing and so is our engagement for international literature (which has always been big).

PUBLISHERS’ FELLOWSHIP – WILL EVANS (USA)

will-evans-mercedes-olivera

Will Evans (photo by Mercedes Olivera)

  • Tell us a little bit about your company and your work there!

I am the publisher of Deep Vellum Publishing, which I founded in Dallas, Texas in 2013 to publish translated literature from all over the world. Deep Vellum is a nonprofit literary arts organization, which means we operate under the mission to publish great works of translated literature, to promote and foster the art and craft of translation, advocate for literature’s place in the arts, and strive every day to build a more robust, engaged literary readership and community in Dallas and beyond.

• Have you ever published Icelandic authors? If yes, who were they and how were they recieved in your country?

07_27_2014_525x825_indian4Our one Icelandic author (so far!) is Jón Gnarr. Gnarr is a remarkable person, and was already well-known in the US prior to our publishing him. We’ve signed three of his childhood memoir-novels for release, and have only published the first one, The Indian.  The response has been great from all who’ve read it, but we’re expecting sales to continue to climb over the long-term, especially around the time we publish the second novel in the trilogy, The Pirate, this winter, and then by the time the third volume, The Outlaw, comes out late next year we hope that he will be as well known in the US for his writing as for starting the Best Party and for his term as mayor of Reykjavík (2010-2014).

• Have you been to Iceland before? What do you expect from your visit this year to the Literary Festival?

I’ve never been to Iceland before and am so excited to come for the first time around the Literary Festival! I’m looking forward to meeting international publishing colleagues as well as authors whose work I admire and those I’ve not had the chance to read yet. All in the setting of the world’s most unique country. And my one true goal is that I hope to have a serious literary conversation while soaking in the Blue Lagoon or some other remarkable hot springs!

the_pirate_cover_rgb• How do you see the situation of translated literature in your country?

It’s awful. Abysmal. Terrible. Not nearly enough works being published. Publishers publishing one-off books by great authors, not taking the time and resources to build the author’s backlist or reputation in English. Reviewers slow to review those works that are published. BUT it’s getting better. Way better. Two of the biggest authors in the US right now are Knausgaard and Ferrante, that’s a wonderful sign, two completely different styles, two different readerships, both accepting foreign authors. I hope that continues to build, and I hope that more independent publishers continue to start up or start to publish translations to bridge the gap between great foreign authors and the English-language readership.

• Do you have any favourite Icelandic author?

Jón Gnarr, of course! I’m shockingly poorly read in Icelandic literature, and my favorite work I’ve read from Iceland so far is Bragi Ólafsson’s The Pets, though I have a stack of Sjón‘s fiction in English (who’s going to publish his poetry?!?!). One of the reasons I’m coming to the Literary Festival is to meet Icelandic authors and publishers to get an idea of what else is going on from a literary standpoint in Iceland, there are a few works I’m interested in, including one that if I sign and publish definitely seems like it could be my new favorite book from Iceland…