Christine De Luca

Christine De Luca er eitt helsta ljóðskáld Skota, hún er fædd á Hjaltlandseyjum og hefur sent frá sér sex ljóðasöfn, bæði á ensku og hjaltlensku. Ljóðasafn hennar Hjaltlandsljóð voru gefin út í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar hjá Dimmu 2012. De Luca hefur unnið fjölda verðlauna fyrir ljóð sín og hefur hún til dæmis fjórum […]

Tapio Koivukari

Tapio Koivukari er finnskur höfundur sem hefur samið skáldsögur, smásögur, ljóð og leikrit. Koivukari var búsettur á Íslandi um árabil og er mikilvirkur þýðandi íslenskra bókmennta á finnsku. Tvær bækur Koivukaris hafa komið út á íslensku, Yfir hafið, inn í steininn árið 2009 og Ariasman árið 2011. Vakti sú síðarnefnda sérstaka athygli hér á landi, […]

Etgar Keret

Etgar Keret er einn af vinsælustu rithöfundum Ísraels Hann er sérstaklega þekktur sem afkastamikill og margverðlaunaður smásagnahöfundur en Keret hefur einnig sent frá sér myndasögur, barnabók og skrifað handrit fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Nýjasta bók Keret er endurminningabók og  kallast á ensku The Seven Good Years, en þar skrifar Keret um árin sjö sem liðu frá […]

John Crace

John Crace er enskur höfundur, blaðamaður og gagnrýnandi og heldur hann út föstum dálk í The Guardian sem nefnist Digested Read. En þar sýður hann niður heimsbókmenntir í örstutta og fyndna úrdrætti. Bók hans I Never Promised You a Rose Garden kom út hjá Penguin árið 2015 en þar tekur Grace fyrir bresk stjórnmál af mikilli […]

Aase Berg

Aase Berg er sænskt ljóðskáld, en hún hefur einnig skrifað esseyjur og bókmenntagagnrýni fyrir blöð á borð við Dagens Nyheter. Nýjasta bók hennar Hackers eða Hakkarar kom út í Svíþjóð 2015. Í bókinni er hugmyndaheimi femínismans teflt saman við veröld vírusa, Trójuhesta og tölvuhakkara á hömlulausan hátt.