Bókmenntahátíð í Reykjavík þakkar fyrir sig í ár

Elleftu Bókmenntahátíðinni í Reykjavík er nú lokið og óhætt er að segja að hátíðin hafi lukkast einstaklega vel í ár og hér er hægt að skoða myndir frá hátíðinni. Sautján erlendir höfundar sóttu hátíðina ásamt tólf erlendum útgefendum og umboðsmönnum og sjö erlendum blaðamönnum. Þá tóku þátt tíu íslenskir höfundar og fjöldi fólks, þýðendur og […]

Bókmenntahátíð og PEN þingið gera samning við prentsmiðjuna Odda

Prentsmiðjan Oddi, PEN á Íslandi og Bókmenntahátíð í Reykjavík hafa gert með sér samning sem felur í sér að prentsmiðjan Oddi styrkir þingið og Bókmenntahátíðina með því að prenta án endurgjalds allt efni sem gefið verður út í kringum alþjóðalega ráðstefnu PEN samtakanna, PEN International, og Bókmenntahátíð í Reykjavík sem fram fara á sama tíma nú í annarri vikunni í september. PEN International eru samtök […]

Bækur í sumarfríið

Fjölmiðlar keppast nú við að birta ýmsa lista yfir bækur sem eru góðar í sumarfríið. Guardian birti t.d. lista yfir þær bækur sem ýmsir rithöfundar myndu pakka ofan í tösku og NPR er með alls konar lista yfir sumarbækur. Bókmenntahátíð í Reykjavík er með sinn eigin skothelda lista þetta sumarið sem óneitanlega tekur mið af […]

Dagskrá Bókmenntahátíðar í smíðum

Þessa dagana er vinna við dagskrá Bókmenntahátíðar í fullum gangi. Í ár verður hátíðin afar fjölbreytt og alls kyns hliðardagskrár eru í mótun, á undan, eftir og á meðan hátíðinni stendur. Dagskráin verður kynnt hér á heimasíðunni þegar hún liggur fyrir auk þess sem prentaður bæklingur mun liggja frammi á ýmsum stöðum. Samstarfsaðilar Bókmenntahátíðar eru fjölmargir. […]