Bókmenntahátíð í Reykjavík 30 ára 2015

Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin næst dagana 9. til 13. september 2015. Þá verða liðin 30 ár frá því stofnað var til þessarar fersku og síungu hátíðar í fyrsta sinn og verður dagskráin glæsileg sem endranær. Búast má við fjölmörgum erlendum höfundum, heimsþekktum og minna þekktum, ásamt erlendum útgefendum og blaðamönnum á götum Reykjavíkurborgar og verða nöfnin kynnt þegar nær dregur. Þangað til getum við lesið góðar bækur og látið okkur hlakka til.