Bókmenntahátíð í Hörpu á Menningarnótt: Nokkrir gestir

Bókmenntahátíð í Reykjavík opnar myndaalbúmið á Menningarnótt í Reykjavík 18. ágúst á sýninginnu Nokkrir gestir 1985-2011. Sýndar verða ljósmyndir af höfundum sem sótt hafa hátíðina heim frá því hún var haldin fyrst árið 1985, en sýningin var sett upp í Norræna húsinu í fyrra, þegar hátíðin var haldin í tíunda skiptið. Ljósmyndasýningin er samstarfsverkefni Bókmenntahátíðar, Morgunblaðsins og Bókmenntaborgar. Starfsmenn Bókmenntahátíðar í Reykjavík veita jafnframt upplýsingar um hátíðina.