Teymi 2017

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Stella Soffía Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík og hefur stýrt hátíðinni síðan árið 2009. Hún sér um daglegan rekstur, áætlanagerð og skipulag og er tengiliður hátíðarinnar við aðrar hátíðar, stofnanir og samstarfsaðila.

Meg Matich

Meg Matich er bandarískt ljóðskáld og þýðandi og Fulbrightstyrkþegi sem býr í Reykjavík. Meg Matich er bandarískt ljóðskáld og þýðandi og Fulbright-styrkþegi sem býr í Reykjavík. Þýðingar hennar hafa meðal annars birst í PEN America, Words Without Borders, Asymptote, Out of the Blue, og Gulf Coast. Fyrir Cold Moons, þýðingu sína á ljóðabók Magnúsar Sigurðssonar Tími kaldra mána, hlaut hún PEN/Heim-verðlaunin árið 2016, en bókin kom út á vegum Phoneme Media í janúar 2017. Þá hefur hún einnig hlotið  verðlaun og styrki frá DAAD, the Banff Centre, Miðstöð íslenskra bókmennta, og Columbia University.

Kristín Svava Tómasdóttir

Kristín Svava Tómasdóttir (f. 1985) hefur gefið út þrjár ljóðabækur, Blótgælur (2007), Skrælingjasýninguna (2011) og Stormviðvörun (2015), en sú síðastnefnda er væntanleg í enskri þýðingu. Hún lauk MA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og vinnur nú að bók upp úr meistararitgerð sinni um sögu kláms á Íslandi. Kristín Svava hefur jafnframt stundað þýðingar úr ensku, spænsku og portúgölsku.

Halla Oddný Magnúsdóttir

Halla Oddný Magnúsdóttir (f. 1987) hefur undanfarin ár starfað við gerð útvarps- og sjónvarpsþátta um bókmenntir, tónlist og vísindi fyrir Ríkisútvarpið, auk pistlaskrifa og fréttamennsku. Hún er nú annar umsjónarmanna Menningarinnar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi. Halla lauk BA-prófi í mannvísindum (e. Human Sciences) frá Oxfordháskóla 2011.

Erna Rut Vilhjálmsdóttir

Erna Rut Vilhjálmsdóttir (f.1991) er starfsnemi bókmenntahátíðarinnar. Hún er masters nemi í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands og er útskrifuð með BA-próf í Þjóðfræði frá sama skóla.

.