Bókaball með Geirfuglum

Sú nýbreytni verður á Bókmenntahátíð í Reykjavík í ár að efnt verður til Bókaballs í Iðnó laugardagskvöldið 10. september. Húsið opnar kl. 22 og mun hljómsveitin Geirfuglar spila frá kl. 23.

Það er kjörið að skella sér í Bókmenntagöngu um Reykjavík fyrr um kvöldið sem leggur af stað frá Grófarhúsi kl. 20 og enda á Bókaballi í Iðnó með höfundum Bókmenntahátíðar.

Iðnó býður auk þess upp á þriggja rétta kvöldverðarseðil á sérstöku tilboðsverði og nálgast má upplýsingar um hann í Iðnó og í síma 562 9700.

Miðasala á Bókaballið fer fram á upplestrarkvöldunum í Iðnó og kostar miðinn 1500 krónur. Það gefst vart betra tækifæri til að bjóða uppáhaldshöfundinum í dans!