Bergsveinn Birgisson, sérfræðingur í norrænum miðaldabókmenntum, skáld og rithöfundur

Bergsveinn Birgisson

Bergsveinn Birgisson

Bergsveinn Birgisson fæddist árið 1971. Fyrsta ljóðabók hans, Íslendingurinn kom út árið 1992. Ljóðabókin Innrás iljanna eftir Bergsvein kom síðan út árið 1997 undir merkjum NYKURS. Bergsveinn steig fram með sína fyrstu skáldsögu  Landslag er aldrei asnalegt árið 2003 sem gefin var út hjá Bjarti.  Sú bók var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Árið 2009 sendi Bergsveinn frá sér skáldfræðisöguna  Handbók um hugarfar kúa. Svar við bréfi Helgu

Ári síðar sendi Bergsveinn frá sér skáldsöguna og metsölubókina Svar við bréfi Helgu. Sú bók hlaut mikið lof gagnrýnenda og var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2010 ásamt því að vera valin besta skáldsaga ársins að mati bóksala. Þá var Bergsveinn einnig tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af hálfu Íslands fyrir skáldsögu sína Svar við Bréfi Helgu. Bókin var gefin út í Þýskalandi árið 2011 í þýðingu Angelu Schamberger.

Borgarleikhúsið sýndi leikritið Svar við bréfi Helgu árið 2012 sem byggt var á metsölubók Bergsveins. Leikstjóri sýningarinnar var Kristín Eysteinsdóttir. Leikritið fékk góðar undirtektir áhorfenda.
Hér má sjá YouTube-vídeó frá Borgarleikhúsinu með kynningu á leiksýningunni: https://www.youtube.com/watch?v=ThllNBQdmNY

Bergsveinn er búsettur í Noregi þar sem hann hefur stundað kennslu á háskólastigi í norrænum miðaldabókmenntum. Doktorsritgerðin hans fjallaði um dróttkvæði og miðlun þeirra.
Þrátt fyrir að vera búsettur í Noregi hefur yrkisefni Bergsveins verið íslenskt hingað til. Hér má sjá skemmtilegt viðtal við Bergsvein:
http://www.pressan.is/Menningarpressan/Lesa_Bokmenntir/fordast-ad-framleida-eins-og-mjolkurku—bergsveinn-birgisson-rithofundir-i-vidtali

Pallborðsumræður: Hlutverk fortíðar í nútímaskáldskap