Danny Wattin, sænskur rithöfundur í fjársjóðsleit

Danny Wattin fæddist árið 1973. Þessi sænski rithöfundur er talinn hafa einstakan stíl sem er auðþekkjanlegur í gegnum allar bækur hans. Árið 2005 gaf Wattin út smásagnasafnið Stockholm Tales. Þar er að finna smásögur sem allar tengjast innbyrðis og fjalla um fáránleika nútímalífsins. Sú bók sló í gegn í Svíþjóð og var ein umtalaðasta bók ársins. […]

Hassan Blasim, kvikmyndaleikstjóri, ljóðskáld og rithöfundur

Hassan Blasim fæddist í Baghdad árið 1973. Hann er kvikmyndaleikstjóri, ljóðskáld og rithöfundur sem búsettur er í Finnandi. Blasim er einnig aðstoðarritstjóri arabísku bókmenntavefsíðunnar Iraqstory. Hann kom til Finnlands sem flóttamaður árið 2004 ári eftir að stríðið í Írak hófst. Þekktasta kvikmyndin sem hann hefur leikstýrt er eflaust The Wounded Camera frá árinu 2000 sem tekin […]