Óskar Árni Óskarsson, ljóðskáld, rithöfundur og þýðandi

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Óskar Árni Óskarsson – Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Óskar Árni Óskarsson fæddist árið 1950. Fyrsta ljóðabók hans, Handklæði í gluggakistunni kom út árið 1986 en síðan þá hefur Óskar Árni sent frá sér fjölmargar ljóðabækur. Óskar Árni ritstýrði og gaf út bókmenntatímaritið Ský sem kom út á árunum 1990 – 1994. Hann hefur einnig fengist mikið við þýðingar á ljóðum og skáldverkum. Meðal annars hefur Óskar Árni sent frá sér þrjár bækur með japönskum hækuþýðingum eftir skáldin Basho, Issa og Buson. Árið 2010 var hann tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir bókina Kaffihús tregans eftir ameríska rithöfundinn Carson McCullers.
Einnig ber að nefna þýðingu Óskars Árna á bókinni Sendiferðin sem er eftir einn fremsta smásagnahöfund 20. aldar, Raymond Carver. Þá þýddi Óskar Árni einnig bókina Það sem við tölum um þegar við tölum um ást eftir Carver.

Óskar Árni er ötult smáprósaskáld og hefur markað sér stöðu sem eitt athyglisverðasta skáld íslenskra samtímabókmennta. Tvær örsögur hafa komið út hjá Bjarti úr smiðju Óskars Árna, Lakkrísgerðin frá árinu 2001 og Truflanir í vetrarbrautinni frá árinu 2004. Sama ár og sú síðari kom út hlaut Óskar Árni verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf sín.

Árið 2008 sendi Óskar Árni frá sér ljóðrænu minningabókina Skuggamyndir úr ferðalagi sem gefin var út hjá Bjarti. Bókin fékk góðar móttökur lesenda og gagnrýnenda.
Á vef Forlagsins segir;Skuggamyndir-úr-ferðalagi-kilja

Ljóðskáld leggur land undir fót, ferðinni er heitið á vettvang liðinna atburða, til móts við horfinn tíma og gengnar kynslóðir. Smámyndir úr veruleikanum og fortíðinni raðast saman í áhrifamikla ferðasögu í tíma og rúmi, ljóðræna minningabók og ættarsögu í brotum.Aðfengnir textar og ríkulegt úrval ljósmynda í frjóu samspili við lesmálið víkka og dýpka frásögnina í þessu frumlega og fallega verki. Lifandi skáldskapur sem einkennist af næmi fyrir því smáa og stóra í mannlegri tilveru.

kudungasafnid-200Bókin Skuggamyndir úr ferðalagi var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2008. Hún kom einnig út í þýskri þýðingu árið 2011 hjá bókaforlaginu Transit.
Nýjustu bækur Óskars Árna eru ljóðabókin Þrjár hendur frá árinu 2010 og prósabókin Kuðungasafnið frá árinu 2012.

Hér má sjá umfjöllun Úlfhildar Dagsdóttur um bókina Kuðungasafnið.

Hér má einnig sjá skemmtilegt viðtal við Óskar Árna.

Pallborðsumræður: Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum

Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur og skáld

© David Ignaszewski-koboy

Steinunn Sigurðardóttir (photo by David Ignaszewski Koboy)

Steinunn Sigurðardóttir  lauk prófi í sálfræði og heimspeki frá University College Dublin árið 1972. Þá hafði hún þegar sent frá sér tvær ljóðabækur, Sífellur og Þar og þá, á tímum þegar konur voru fámennar í rithöfundastétt á Íslandi. Steinunn hefur verið óslitið við ritstörf síðan, en hún vann framan af við fréttamennsku fyrir útvarp, blaðamennsku og þáttagerð fyrir sjónvarp. Þar á meðal er þáttur um Vigdísi Finnbogadóttur í forsetatíð hennar. Enn fremur viðtöl við rithöfunda, t.d. Halldór Laxness og Iris Murdoch. Steinunn hefur einnig þýtt skáldsögur og ljóð.

Steinunn sló í gegn hjá lærðum og leikum með sinni 0091-175x268fyrstu skáldsögu Tímaþjófurinn sem kom út árið 1986 og er sagan enn viðfangsefni bókmenntafólks. Franska kvikmyndin Voleur de vie frá 1999 (í leikstjórn Yves Angelo) með Sandrine Bonnaire og Emmanuelle Beart í aðalhlutverkum er byggð á skáldsögu Steinunnar Tímaþjófurinn.

Árið 1988 sendi Steinunn frá sér bókina Ein á forsetavakt: dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur. Þar fjallar hún á persónulegan hátt um forsetahlutverkið þar sem lesendur fá um leið að skyggnast inn í líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur. Bókin varð metsölubók og fékk einstaklega góða dóma lesenda og gagnrýnenda fyrir vandaða framsetningu.

Meðal skáldsagna eftir Steinunni má nefna Ástin fiskanna (1993), Hjarastaður (1995), Hanami (1997), Jöklaleikhúsið (2001), Hundrað dyr í golunni (2002), Sólskinshestur (2006), Góði elskhuginn (2009), Jójó (2011) og Fyrir Lísu (2012). Steinunn hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1995 fyrir skáldsöguna Hjartastað og hefur alls hlotið sex tilnefningar til verðlauna. Hjartastaður var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem og Tímaþjófurinn. Steinunn hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2014.

Steinunn hefur sent frá sér ljóðabækur jafnt og þétt síðan 1969, þar á meðal Hugástir og ástarljóð af landi. Enn fremur hefur hún samið smásagnasögn, barnabók og svo sjónvarps- og útvarpsleikrit.
Steinunn hefur lengi verið í hópi vinsælustu rithöfunda þjóðarinnar. Verk hennar eru þýdd yfir á önnur tungumál, einkum þýsku og frönsku, og nú síðast á ensku og njóta þau vinsælda á erlendri grundu.. Skrif Steinunnar einkennast af þéttum söguþræði, húmor, kaldhæðni, skopstælingum og listilega útfærðum orðaleikjum.

Nýjasta skáldsaga Steinunnar, Gæðakonur kom út hjá Bjarti árið 2014 við góðar Gæðakonur-175x260undirtektir og var meðal annars kölluð „Frábært listaverk.“ Á bókakápu segir:
„Í skáldsögunni Gæðakonur kemur Steinunn Sigurðardóttir að lesandanum úr óvæntri átt. Hún sýnir hér allar sínar bestu hliðar: ískrandi kaldhæðni, flugbeittur stíll, leiftrandi húmor og einstök innsýn í heim alls kyns ásta og erótíkur.“

Steinunn hefur búið á ýmsum stöðum í Evrópu, þar á meðal í París og Berlín. Hún var á þessu ári boðin fyrst höfunda til háskólans í Strassborg undir merkinu “Écrire L’Europe” sem felur í sér fyrirlestrahald og kennslu í skapandi skrifum.

Hér má sjá nánari upplýsingar um starfsferil og ritverk Steinunnar.

Pallborðsumræður: Formleg opnun Bókmenntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu & Sögur sem ferðast og breytast

Þórdís Gísladóttir, rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi

thordis gisladottir

Þórdís Gísladóttir

Þórdís Gísladóttir fæddist árið 1965. Hún er með próf í íslensku frá Háskóla Íslands og licentiat-gráðu í norrænum fræðum frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Hún er rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld sem bæði hefur samið fyrir fullorðna og börn. Þá hefur hún einnig samið námsbækur.

Leyndarmál-annarra-175x271Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Leyndarmál annarra árið 2010. Hér má sjá tilvitnun úr Víðsjá 4. nóvember 2010 þar sem fjallað er um bókina Leyndarmál annarra;

„… Líkt og titill bókarinnar gefur til kynna er leitast við að skyggnast undir yfirborðið í lífi ókunnugs fólks með ímyndunaraflið að vopni. Þórdísi ferst þetta verk vel úr hendi, hún er ekki örvæntingarfull eða vonsvikin eins og gluggagægirinn sem Purrkur Pillnikk söng um, heldur húmoristi og húmanisti í senn, skrásetjari einhvers sem er til, ekki bara í hugskoti hennar sjálfrar, heldur allt í kringum okkur. Það er notalegt að hlæja með Þórdísi í þessari bók, og kannski fáum við að njóta þess aftur ef bækurnar verða fleiri.“

Velúr-175x281Þórdís sendi frá sér sína aðra ljóðabók Velúr árið 2014. Sú vandaða ljóðabók var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár.
Ásamt starfi sínu sem rithöfundur hefur Þórdís kennt við Háskóla Íslands og Uppsala háskólann í Svíþjóð. Einnig hefur hún skrifað um bókmenntir í norska dagblaðið Klassekampen, starfað sem gagnrýnandi og gert útvarpsþætti.

Þórdís er afkastamikill þýðandi, aðallega úr sænsku, en hún þýddi meðal annars bókina Allt er ást árið 2012 eftir Kristian Lundberg og fyrir hana var hún tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna.Randalín-og-Mundi-175x268
Þórdís þýddi líka bókina Í leyfisleysi eftir Lenu Andersson sem einnig er gestur Bókmenntahátíðar í ár.

Árið 2012 sendi Þórdís frá sér barnabókina Randalín og Mundi. Fyrir hana hlaut hún bæði Fjöruverðlaunin og Bóksalaverðlaunin. Ári seinna kom framhaldið, Randalín og Mundi í Leynilundi, íslenskum börnum til mikillar gleði.
Í haust kemur út þriðja ljóðabók Þórdísar og einnig þriðja bókin um Randalín og Munda.

Pallborðsumræður: Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, eljusamur rithöfundur, sagnfræðingur og skáld

Þórunn Erla Valdimarsdóttir

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir fæddist árið 1954. Hún er sagnfræðingur að mennt. Þórunn er athafnasamur rithöfundur og eftir hana liggja yfir tuttugu bækur. Í safni hennar er að finna skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur og sagnfræðirit. Þá hefur Þórunn einnig skrifað þætti fyrir útvarp og sjónvarp.

Fyrsta skáldsaga Þórunnar, Júlía kom út hjá Forlaginu árið 1992. Barnævisöguna Sól í Norðurmýri sem kom út árið 1993 og nóvelluna Dag kvennanna frá árinu 2010 skrifaði hún með Megasi.

Árið 1997 sendi Þórunn frá sér sögulegu skáldsöguna Alveg nóg. urlSú bók var tilnefnd til Menningarverðlauna DV sama ár. Næsta bók Þórunnar var skáldsagan Stúlka með fingur sem gefin var út af Forlaginu árið 1999. Bókin hlaut Menningarverðlaun DV árið 1999 og var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

5230-4001-175x258Skáldsögur Þórunnar, Kalt er annars blóð frá árinu 2007 og Mörg eru ljónsins eyru frá 2010 eru glæpasögur sem gerast í samtímanum. Bækurnar eru báðar byggðar á Íslendingasögum. Kalt er annars blóð er byggð á Njálu og Mörg eru ljónsins eyru er byggð á Laxdælu. Báðar bækurnar voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta.

Þórunn hefur einnig hlotið tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka fyrir bækur sínar Snorri á Húsafelli: Saga frá 18. öld sem kom út árið 1989, Til móts við nútímann (4. bindi Kristni á Íslandi) frá árinu 2000 og fyrir bókina Upp á sigurhæðir: Saga Matthíasar Jochumssonar frá árinu 2006.

Stulkamedmaga_kilja-175x278Árið 2013 sendi Þórunn frá sér bókina Stúlka með maga sem er skáldættarsaga byggð á pappírum úr járnskáp. Bókin fékk góðar viðtökur frá lesendum og vann einnig til Fjöruverðlaunanna sama ár og hún kom út.

Þess má til gamans geta að Þórunn er einnig myndlistakona en á heimasíðu hennar má sjá fallegar línuteikningar sem hún býr til. Þar segir að Þórunn sé að teikna fyrir barnabók sem að hún vinnur að.
Hér má sjá tengil inn á heimasíðu Þórunnar þar sem finna má nánari upplýsingar um verk hennar og starfsferil:
www.thorvald.is

Pallborðsumræður: Konur, ástin og frásagnarháttur í bókmenntum

Vilborg Dagbjartsdóttir, barnabókahöfundur og ljóðskáld

Vilborg_Dagbjartsdottir svhv

Vilborg Dagbjartsdóttir

Vilborg Dagbjartsdóttir fæddist árið 1930. Hún lærði leiklist og lauk einnig kennaraprófi og námi í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands. Ásamt starfi sínu sem rithöfundur starfaði hún sem kennari við Austurbæjarskóla um árabil. Vilborg hefur gefið út fjölmargar barnabækur, bæði sagnabækur og námsefni.

Hún er einnig ljóðskáld og hefur sent frá sér ljóðabækur. 
Fyrsta ljóðabók Vilborgar, Laufið á trjánum kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Hún birti einnig ljóð í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóða og greina í Siddegi-175x286tímaritum og safnritum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safn- og tímaritum og verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál.
 Meðal annarra ljóðabóka eftir Vilborgu eru Dvergliljur sem kom út árið 1968, Kyndilmessa frá 1971 og Klukkan í turninum frá 1992. Árið 2010 sendi  Vilborg frá sér ljóðabókina Síðdegi sem er hennar níunda ljóðabók. Ljóðabókin var bæði tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningarverðlauna DV í bókmenntum.

Fyrsta barnabókin sem að Vilborg sendi frá sér er bókin Anni Nalli og Tunglið frá árinu 1959. Hér má sjá brot út þessari skemmtilegu bók:
„Svo setti hún grautarpottinn út í glugga og kallaði: Gjörðu svo vel tungl. Þú mátt eiga grautinn hans Alla Nalla. Þá var tunglið bara örlítil rönd á himninum og það hefur verið sársvangt, því það flýtti sér að teygja sig niður og át allan grautinn úr pottinum með stærstu ausunni, sem til var í húsinu.“

Bókin Alli Nalli og tunglið er löngu orðin sígild og vel þekkt meðal íslenskra barna.
Þess má til gamans geta að fjölmargar barnaleiksýningar hafa verið settar upp sem byggðar eru á sívinsælu sögum Vilborgar. Bókin Sögur af Alla Nalla kom út árið 1965. Þá hefur Vilborg einnig sent frá sér barnabækurnar Sagan af Labba Pabbakút árið 1971, Langsum og þversum árið 1979, Tvær sögur um tunglið árið 1981, Sögusteinn árið 1983, Bogga á Hjalla árið 1984, og bókina Fugl og fiskur árið 2006.
Vilborg ritstýrði Óskastundinni, barnablaði Þjóðviljans frá 1956 – 1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975 – 1979. Þá hefur Vilborg einnig starfað við þýðingar og þýtt fjölda bóka.

Vilborg var einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti fyrir miðju hreyfingarinnar 1970. Hún sat einnig í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. 
Þá var Vilborg í stjórn kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós frá 1968 – 1970.

Vilborg hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín sem rithöfundur og ljóðskáld. Árið 2000 hlaut hún Heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Tvær bækur hafa verið gefnar út um ævi Vilborgar, bókin Mynd af konu: Vilborg Dagbjartsdóttir sem skrásett er af Kristínu Marju Baldursdóttur árið 2000 og bókin Úr þagnarhyl sem skrásett er af Þorleifi Haukssyni árið 2012.

Pallborðsumræður: Vilborg Dagbjartsdóttir í samtali við Kristínu Ómarsdóttur

Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur

Vilborg_feb.2015

Vilborg Davíðsdóttir

Vilborg Davíðsdóttir fæddist árið 1965. Hún starfaði við fjölmiðla frá árinu 1985 – 2000 við blaðamennsku, dagskrárgerð og sem fréttakona. Vilborg er þjóðfræðingur að mennt. Hún hefur helgað sig ritstörfum og þýðingum frá árinu 2000.

Fyrsta bók hennar, skáldsagan Við Urðarbrunn, kom út árið 1993 og framhald hennar, Nornadómur, árið eftir. Bækurnar gerast um aldamótin 900 og segja frá baráttu ambáttar fyrir1839-4001-175x284 betra lífi. Við Urðarbrunn hlaut verðlaun Íslandsdeildar IBBY árið 1994 og ári síðar fékk framhaldsbókin, Nornadómur, verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur. Vilborg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Íslands fyrir ritstörf árið 1994. Bækurnar voru endurútgefnar árið 2001 í einni bók undir titlinum Korku saga. Hún hefur verið endurprentuð margsinnis síðan og nýtur stöðugra vinsælda meðal lesenda á öllum aldri.

Þriðja bók Vilborgar er Eldfórnin frá árinu 1997. Eldfórnin er söguleg skáldsaga sem byggir á atburðum sem gerðust í Kirkjubæjarklaustri á 14. öld. Fjórða bók Vilborgar, Galdur kom út árið 2000. Bókin byggir einnig á sögulegum atburðum og gerist í Skagafirði á 15. öld þegar Englendingar voru svo áhrifamiklir á Íslandi að hún er nefnd Enska öldin. Fimmta skáldsaga hennar, Hrafninn kom út árið 2005. Sagan er byggð á heimildum um lífshætti inúíta og norrænna manna á Grænlandi um miðja 15. öld og tekst meðal annars á við ráðgátuna um hvað olli því að norræna byggðin þar lagðist í eyði fimm öldum eftir að Eiríkur rauði nam land. Hrafninn var tilnefndur árið 2005 til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Vilborg hefur einnig starfað við þýðingar. Árið 2002 kom út þýðing hennar á skáldsögunni The Hiding Place eftir bresku skáldkonuna Trezza Azzopardi, undir titlinum Felustaðurinn. Árið 2003 hlaut Vilborg viðurkenningu úr Bókasafnssjóði höfunda.
Audur-175x261 Vilborg sendi frá sér skáldsöguna Auður árið 2009 sem fjallar um uppvaxtarár Auðar Ketilsdóttur djúpúðgu á Bretlandseyjum og aðdraganda þess að norrænir menn sigldu þaðan til að nema land á Íslandi í lok níundu aldar. Auður hlaut mikið lof lesenda og gagnrýnenda og var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Framhald hennar, Vígroði, kom út haustið 2012.
Við Urðarbrunn og Nornadómur komu út í færeyskri þýðingu árin 2003 og 2004 og skáldsögurnar Eldfórnin (Das Feueropfer), Galdur (Der Liebeszauber) og Hrafninn (Die Winterfrau) hafa komið út á þýsku hjá Bertelsmann btb. Galdur kom út í mars 2012 hjá AmazonCrossing í Bandaríkjunum undir titlinum On the Cold Coasts. Vilborg tók einnig þátt í Bókmenntahátíð árið 2005

Nýjasta bók Vilborgar, Ástin, drekinn og dauðinn, kom út fyrr á þessu ári. Þar lýsir hún Astindrekinogdaudin-175x204vegferð sinni og manns síns með sjúkdómi sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin hefur fengið afar góðar viðtökur lesenda og einróma lof, ekki síst fyrir að hún fjallar um ástvinamissi og sorg á áhrifamikinn og væmnislausan hátt og er um leið hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu.

Hér má sjá skemmtilegt viðtal við Vilborgu.

Pallborðsumræður: Íslenskar bókmenntir sem innblástur

Yrsa Sigurðardóttir, vinsæll glæpasagnahöfundur

Yrsa Sigurðardóttir

Yrsa Sigurðardóttir

Yrsa Sigurðardóttir fæddist árið 1963. Hún hefur lokið mastersnámi í byggingarverkfræði frá Concordia University í Montreal og starfar sem byggingarverkfræðingur samhliða ritstörfum sínum.
Segja má að rithöfundaferill Yrsu sé tvískiptur. Í fyrstu skrifaði hún barna- og unglingabækur en í seinni tíð hefur hún snúið sér að glæpasagnaritun. Sögurnar hennar hafa vægast sagt hlotið góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda en nánast hver einasta bók sem hún gefur frá sér verður að metsölubók.
Fyrsta barnabók Yrsu, Þar lágu Danir í því kom út árið 1998. Önnur bók hennar Við viljum jólin í júlí kom út árið 1999 hjá Máli og menningu. Bókin hlaut viðurkenningu Barnabókaráðs Íslands. Þriðja bók Yrsu, Barnapíubófinn, búkolla og bókarránið kom út árið 2000 og unglingabókin B10 kom út árið 2001. Fimmta bók hennar Biobörn kom út árið 2003. Sú bók hlaut Íslensku Barnabókaverðlaunin.

Brakið-frontur-175x258Fyrsta skáldsaga Yrsu fyrir fullorðna er glæpasagan Þriðja táknið sem gefin var út hjá Veröld árið 2005. Í bókinni fæst lögfræðingurinn Þóra Guðmundsdóttir við dularfullt sakamál. Ári síðar, 2006 sendi Yrsa frá sér bókina Sér grefur gröf en þar er Þóra einnig aðalpersónan. Yrsa hefur gefið út fleiri vinsælar glæpasögur þar sem Þóra leysir sakamál, bókin Aska kom út árið 2007, Auðnin árið 2008, Horfðu á mig árið 2009 og Brakið árið 2011. Í þremur bókum Yrsu er Þóra ekki aðalpersóna, Ég man þig frá árinu 2010, Kuldi frá 2012 og Lygi frá 2013.

Brakið var valin besta norræna glæpasagan sem kom út í Bretlandi á síðasta ári. Yrsa tók við verðlaunum fyrir bókina á glæpasagnahátíðinni CrimeFest í Bristol fyrr á þessu ári.

Útgáfuréttur bóka Yrsu hefur verið seldur til fjölmargra landa og hafa bækur hennar DNA-175x254komið út í þýðingum víða um heim. Nýjasta bók Yrsu DNA kom út árið 2014 og hlaut mikið lof lesenda. Fyrir bókina hlaut Yrsa Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags. Það var í annað skiptið sem Yrsa hlýtur þau verðlaun en áður vann hún árið 2011 fyrir bókina Ég man þig. Bókin DNA er tilnefnd af Íslands hálfu til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna.

Hér fjallar Úlfhildur Dagsdóttir um verk Yrsu.

Pallborðsumræður: Glæpasögur á síðkvöldi

Danny Wattin, sænskur rithöfundur í fjársjóðsleit

Danny Wattin fæddist árið 1973. Þessi sænski rithöfundur er talinn hafa einstakan stíl sem er auðþekkjanlegur í gegnum allar bækur hans.

Danny_Wattin-Ulrica_Zwenger

Danny Wattin (photo by Ulrica Zwenger)

Árið 2005 gaf Wattin út smásagnasafnið Stockholm Tales. Þar er að finna smásögur sem allar tengjast innbyrðis og fjalla um fáránleika nútímalífsins. Sú bók sló í gegn í Svíþjóð og var ein umtalaðasta bók ársins.
Í kjölfar Stockholm Tales gaf Wattin út bókina See You in the Desert sem fjallar um skrifstofumann sem missir geðheilsuna.
Árið 2009 skipti hann um stefnu í skrifum sínum og gaf út bókina Excuse me, but your soul just died. Sú bók er innblásin af þróun og viðskiptavæðingu æxlunartækni.

Wattin er fjölhæfur og hefur einnig skrifað kvikmyndahandrit, stundað vísindablaðamennsku og skrifað barnabækur. danny_0_hi

Nýjasta bók hans Herr Isakowit’z Treasure sem væntanleg er í íslenskri þýðingu hjá Forlaginu í september 2015 hefur vakið mikla athygli. Bókin er sannsöguleg og segir frá ferðalagi þriggja kynslóða til Póllands í leit að fjársjóði sem afinn gróf þar í jörðu áður en hann var tekinn í fangabúðir á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Sagan er ljúfsár og kómísk en með alvarlegum undirtón.

Hér má sjá tengil inn á heimasíðu Wattins þar sem finna má fróðleik um líf hans og störf : http://www.dannywattin.com/index.php

Pallborðsumræður: Heimstyrjöldin síðari í bókmenntum. Á maður og má maður?

Dave Eggers, farsæll rithöfundur, útgefandi og ritstjóri

Dave Eggers fæddist árið 1970 í Bandaríkjunum. Eggers er þekktur rithöfundur og segja

Dave-Eggers-Credit-Michelle-Quint

Dave Eggers (photo by Michelle Quint)

má að hann sé á hátindi frægðar sinnar um þessar mundir.

Hann er afkastamikill í starfi sínu og hefur gefið út margs konar bækur, skrifað kvikmyndahandrit og haldið fyrirlestra víða um heim. Eggers hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín.
Hægt er að nálgast TED – fyrirlestra með honum á netinu þar sem hann fjallar meðal annars um menntamál sem eru honum hugleikin.

Fyrsta bók Eggers A Heartbreaking Work of Straggering Genius vakti mikla athygli líkt og allar þær bækur sem hann hefur gefið út á ferli sínum.
Leikstjórinn Tom Tykwer vinnur um þessar mundir að gerð bíómyndar sem byggð verður á bók Eggers A Hologram for the King frá árinu 2012. Tom Hanks mun þar fara með aðalhlutverkið ásamt fleirum þekktum leikurum.
Eggers er einnig ritstjóri forlagsins McSweeney’s og samnefnds bókmenntarits. Þá er hann meðstjórnandi 826 Valencia samtakanna sem vinna að því að leiðbeina ungu fólki um notkun ritaðs máls.

Hvað er þetta hvað? Bókin Hvað er þetta Hvað? kom út hjá Bjarti árið 2008 í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, en það var einmitt sú bók sem skaut honum upp á stjörnuhimininn. Bókin fjallar um drenginn Valentino Achak Deng sem býr í Suður-Súdan þegar ráðist er á þorpið hans og það lagt í rúst. Valentino bjó í kjölfar árásarinnar í flóttamannabúðum í Keníu í áratug áður en hann var fluttur með loftbrú til Bandaríkjanna. Erfitt var að hefja nýtt líf í Bandaríkjunum þar sem flóttamennirnir mættu fordómum og ofbeldi.
Þessi áhrifaríka saga er byggð á sannri sögu Valentino sem deildi henni með Eggers. Hún lýsir mannvonsku í heimi átaka þar sem von um betra líf og betri heim er öllu yfirsterkari.

Hér má sjá ritdóm um bókina Hvað er þetta Hvað? úr Lesbók Morgunblaðsins:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1261123/

Hér má einnig sjá ritdóm um nýjustu bók Eggers, Your Fathers, Where Are They? And the Prophets, Do They Live Forever? sem kom út árið 2014 hefur vakið mikla athygli: http://www.theguardian.com/books/2014/jul/02/your-fathers-where-are-they-prophets-live-forever-dave-eggers-review

Pallborðsumræður: Kvöldstund með Dave Eggers

Hassan Blasim, kvikmyndaleikstjóri, ljóðskáld og rithöfundur

Hassan Blasim (mynd: Katja Bohm)

Hassan Blasim (mynd: Katja Bohm)

Hassan Blasim fæddist í Baghdad árið 1973. Hann er kvikmyndaleikstjóri, ljóðskáld og rithöfundur sem búsettur er í Finnandi. Blasim er einnig aðstoðarritstjóri arabísku bókmenntavefsíðunnar Iraqstory.

Hann kom til Finnlands sem flóttamaður árið 2004 ári eftir að stríðið í Írak hófst. Þekktasta kvikmyndin sem hann hefur leikstýrt er eflaust The Wounded Camera frá árinu 2000 sem tekin er upp á svæði Kúrda í Norður – Írak.

Blasim skrifar á arabísku og er höfundur margra þekkta rita en þar ber helst að nefna smásagnasafn hans The Madman of Freedom Square sem vakti mikla athygli árið 2010 og bók hans The Iraqi Christ sem þýdd var úr arabísku yfir á ensku af Jonathan Wright og gefin út af Comma Press árið 2013. Ári seinna, 2014 varð Blasim fyrsti rithöfundurinn sem skrifar á arabísku, til þess að vinna The Independent Foreign Fiction verðlaunin sem hann hlaut fyrir bók sína The Iraqi Christ. Sama ár gaf útgáfufyrirtækið Penguin US út bókina The Corpse Exhibition eftir Blasim. Sú bók sló í gegn og vann til fjölda verðlauna, meðal annars hlaut hún hin virtu The English Pen’s verðlaunin í flokki þýddra bóka.hassan-blasim-corpse-exhibition
The Corpse Exhibition fjallar um Íraksstríðið á raunverulegan hátt en þó með skáldlegu ívafi. Verk hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál víða um heim. Árið 2012 voru sögurnar hans gefnar út á arabísku en bannaðar í Jordan um leið og þær komu út, þrátt fyrir mikla ritskoðun.

Hér má sjá ummæli The Guardian um bókina The Corpse Exhibition ;

„The first major literary work about the Iraq War from an Iraqi perspective—by an explosive new voice hailed as “perhaps the best writer of Arabic fiction alive”
(The Guardian)

Bókin, Þúsund og einn hnífur eftir Blasim verður gefin út hjá Forlaginu í ágúst í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar.

Pallborðsumræður: Að heiman og heim