Félag rithöfundanna

Félag rithöfundanna eða The Authors’ Club er krikketlið frá Lundúnum, sem einvörðungu er skipað starfandi rithöfundum. Liðið var upphaflega stofnað 1891, og á sínum tíma iðkuðu höfundar á borð PG Wodehouse og Arthur Conan Doyle krikketlist sína með því. Um tíma státaði liðið einnig af sumum af sterkustu krikketleikurum Lundúnaborgar, en þrátt fyrir bæði íþrótta- […]

Lone Theils

Lone Theils starfaði sem blaðamaður áður en hún gaf út sína fyrstu skáldsögu Stúlkurnar á Englandsferjunni árið 2015. Bókin sló í gegn og hefur nú verið þýdd á meira en 15 tungumál. Stúlkurnar á Englandsferjunni kom út á íslensku hjá bókaforlaginu Uglu í þýðingu Þórdísar Bachman og segir frá danska blaðamanninum Nóra Sand sem finnur […]

Morten Strøksnes

Morten Strøksnes er margverðlaunaður norskur rithöfundur, blaðamaður, ljósmyndari og hugmyndasagnfræðingur. Hann vakti heimsathygli fyrir Hafbókina, listin að veiða risaháfisk á gúmmíbát fyrir opnu hafi árið um kring. En hún er frásögn af hákarlaveiðum tveggja vina úti fyrir lítilli eyju í Lófóten í Noregi. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Höllu Kjartansdóttir hjá Bjarti 2016. Árið […]

Timothy Snyder

Timothy Snyder er prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla og einn af fremstu fræðimönnum Bandaríkjanna á sínu sviði: Sögu Mið- og Austur-Evrópu á 20. öld. Snyder hefur gefið út sex bækur um viðfangsefni sín, sem allar hafa verið verðlaunaðar og þýddar á fjölda tungumála. Nýjasta bók hans nefnist On Tyranny: Twenty Lessons From the Twentieth Century […]

Fredrik Sjöberg

Fredrik Sjöberg er sænskur rithöfundur, skordýrafræðingur, þýðandi og pistlahöfundur. Hann öðlaðist heimsfrægð fyrir bókina Flugnagildran sem kom út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttir árið 2015 hjá Bjarti. Flugnagildran er fyrsta bókin í sjálfsævisögulegum þríleik Sjöbergs. Fredrik Sjöberg hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín.

Esmeralda Santiago

Esmeralda Santiago er þekktust fyrir endurminningabækur sínar sem fjalla meðal annars um þá reynslu að tilheyra tveimur löndum, en sjálf fæddist hún á Puerto Rico og fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni þegar hún var þrettán ára.  Tvær endurminningabókanna hafa verið gefnar út í íslenskri þýðingu Herdísar Magneu Hübner hjá bókaforlaginu Sölku, en það eru […]

Anne-Cathrine Riebnitzsky

Anne-Cathrine Riebnitzsky er danskur rithöfundur með óvenjulegan bakgrunn, en hún var í danska hernum og fór með honum til Afganistan 2007, fyrst sem óbreyttur hermaður en síðar sem ráðgjafi á vegum utanríkisráðuneytisins. Í Afganistan starfaðir Riebnitzsky meðal annars með stríðshrjáðum konum og hefur sú reynsla orðið henni að yrkisefni í verkum hennar þar sem hlutskipti […]

Christine De Luca

Christine De Luca er eitt helsta ljóðskáld Skota, hún er fædd á Hjaltlandseyjum og hefur sent frá sér sex ljóðasöfn, bæði á ensku og hjaltlensku. Ljóðasafn hennar Hjaltlandsljóð voru gefin út í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar hjá Dimmu 2012. De Luca hefur unnið fjölda verðlauna fyrir ljóð sín og hefur hún til dæmis fjórum […]

Maja Lee Langvad

Maja Lee Langvad er danskt ljóð skáld að kóreskum uppruna. Langvad vakti athygli strax með fyrstu bók sinni, konseptljóðabókinni Find Holger Danske, sem kom út árið 2006 og hlaut verðlaun sem besta frumraun höfundar í Danmörku. Sjálfsævisögulegi ljóðabálkurinn Hún er reið – vitnisburður um þverþjóðlega ættleiðingu (HUN ER VRED – Et vidnesbyrd om transnational adoption) […]

Eka Kurniawan

Eka Kurniawan er einn þekktasti höfundur Indónesíu og hefur vakið heimsathygli fyrir bækur sínar, einkum bókina Fegurðin er sár (Beauty is a Wound á ensku). Bókin kom út á frummálinu 2002 og í enskri þýðingu 2015. Sagan spannar meira en hálfa öld og tekst á við blóðuga sjálfstæðisbaráttu Indónesíu. Bókin er væntanleg hjá Forlaginu í […]