Anton Helgi Jónsson

Anton Helgi Jónsson

Anton Helgi Jónsson fæddist árið 1955 í Hafnarfirði. Hann er einkum kunnur sem ljóðskáld en hefur einnig skrifað leikrit og sögur. Anton lagði stund á heimspeki og bókmenntafræði en auk þess að fást við ritstörf hefur hann m.a. starfað við auglýsingagerð og almannatengsl. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir ljóð sín og sent frá sér átta ljóðabækur og einna mesta athygli vakti bálkurinn Ljóð af ættarmóti sem kom út árið 2010 og snýst um hið einstaka menningarfyrirbæri ættarmótið. Nýjasta ljóðabók Antons Tvífari gerir sig heimakominn kom út 2014. Á seinni árum hefur Anton einkum birt ljóð á samfélagsmiðlum, auk þess sem hann heldur úti eigin vefsíðu með ljóðum, www.anton.is