Andri Snær Magnason, rithöfundur og ljóðskáld

Andri Snær Magnason

Andri Snær Magnason

Andri Snær Magnason fæddist árið 1973. Hann útskrifaðist frá Íslenskudeild Háskóla Íslands árið 1997. Andri Snær hefur gefið út fjölmörg rit en þar ber helst að nefna ljóðabækur, smásögur, skáldsögur og barnabækur.
Barnabókin Sagan af bláa hnettinum sló í gegn árið 1999. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999 í flokki fagurbókmennta, fyrst barnabóka. Þá hefur Sagan af bláa hnettinum verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál og sett hafa verið upp leikrit sem byggð eru á bókinni víða um heim. Sagan af bláa hnettinum hefur hlotið blai-island-175x214alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar, þar ber helst að nefna Janusz Korczak heiðursverðlaunin árið 2000, Vestnorrænu barnabókaverðlaunin árið 2002 og The Green Earth heiðursverðlaunin árið 2013. Þá hlaut bókin einnig The UKLA book verðlaunin í Bretlandi árið 2014.

Andri Snær hefur einnig fengist við leikritun en leikrit hans og Þorleifs Arnarssonar, Eilíf hamingja var frumsýnt í Borgarleikhúsinu árið 2007 við góðar undirtektir leikhúsgesta.
Árið 2002 sendi Andri Snær frá sér skáldsöguna Love Star. Líkt og fyrri rit Andra Snæs hlaut bókin frábæra dóma lesenda og hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 2003. Þá var bókin einnig tilnefnd til Philip K. Dick verðlaunanna árið 2013.

4451-4001-175x223Árið 2006 sendi Andri snær frá sér bókina Draumalandið: Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Bókin fékk lofsamlega dóma og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Andri Snær er virkur náttúruverndarsinni og kemur Draumalandið meðal annars inn á þau málefni. Andri Snær leikstýrði heimildarmynd ásamt Þorfinni Guðnasyni sem byggir á bókinni. Myndin var frumsýnd vorið 2009 .

Nýjasta bók Andra Snæs, Tímakistan kom út árið 2013 hjá Máli og menningu. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2013 og Bóksalaverðlaunin sama ár. Bókin var einnig tilnefnd frá Íslandi til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Vestnorrænu Barnabókaverðlaunin.

Hér má sjá nánari upplýsingar um feril og ritverk Andra Snæs.

Pallborðsumræður: Umhverfið, framtíðin og framtíð skáldskaparins