11.-15. september 2013

Þótt enn sé rúmt ár til stefnu er undirbúningur að næstu Bókmenntahátíð hafinn. Hátíðin verður haldin dagana 11.-15. september 2013, frá miðvikudegi til sunnudags. Búast má við um 15-20 erlendum höfundum, auk erlendra forleggjara. Auk þess taka íslenskir rithöfundar þátt í dagskránni, sem verður með álíka sniði og áður: upplestrar, viðtöl og spjall, auk Bókaballsins sem sló rækilega í gegn í fyrra.